Fyrstu tennurnar

Brjóstamjólk hefur ekki glerungseyðandi áhrif og inniheldur efnasambönd sem geta dregið úr virkni baktería. Hafa ber í huga að munnvatnsframleiðsla er í lágmarki að nóttu til sem eykur hættu á tannskemmdum ef aðgát er ekki höfð varðandi tannhirðu.

Ung börn sem eru komin með tennur og farin að borða kolvetni á daginn fá skán á tannyfirborð sem getur valdið tannskemmdum. Bursta þarf tennur ungra barna tvisvar sinnum á dag með 0,1% flúortannkremi frá því fyrsta tönnin er sýnileg. Ekki er ráðlagt að gefa barni ávaxtasafa eða aðra sæta drykki í pela, hvorki á nóttu né degi, því að sykur skemmir tennurnar og ávaxtasýra eyðir tannglerungi.

Heimildir:
Tannlæknafélag Íslands