Ráðlegt er að fyrsta heimsókn barns til tannlæknis fari fram um þriggja ára aldur. Við leggjum ríka áherslu á að fyrsta heimsókn til okkar verði ánægjuleg upplifun fyrir barnið. Við ávinnum okkur traust barna með því að fræða þau og sýna þeim hvernig tækin virka. Þannig vekjum við forvitni þeirra og áhuga á tönnum og tannheilsu. Besta forvörnin er að byrja snemma á eftirliti og fræðslu um umhirðu tanna.